Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 11. janúar 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Conte segist reiða sig á Bergwijn - Son frá fram í febrúar
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: EPA
Son er á meiðslalistanum.
Son er á meiðslalistanum.
Mynd: EPA
Tottenham tekur á móti Chelsea annað kvöld í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. Chelsea er með 2-0 forystu eftir fyrri viðureignina.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, spjallaði við fjölmiðlamenn í dag en hér má sjá samantekt af því helsta sem fram fór:

Um Steven Bergwijn:
Tottenham hafnaði 15 milljóna punda tilboði frá Ajax og hollenska vængmanninn en er áfram í viðræðum við hollenska félagið.

„Bergwijn veit það mjög vel hvað mér finnst um hann. Ég hugsa hann sem leikmann sem getur spilað allar þrjár sóknarstöðurnar, sem nía og sem tía. Bergwijn er leikmaður Tottenham og ég reiði mig á hann. Hann er leikmaður sem kemur með önnur einkenni en Moura, Son og Kane," segir Conte.

Um Tanguy Ndombele:
Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á miðjumanninn þegar hann var tekinn af velli í bikarleiknum gegn Morecambe.

„Það er ekki rétt að ræða um stöðu hans. Ég kann ekki við að ræða um leikmann sem er ekki fyrir framan mig. Ég vil tala við hann einslega," segir Conte.

Um leikmannakaup:
„Við höfum rætt saman um stöðuna. Þetta var góður fundur og ég sagði hvað ég er að hugsa, hvað mér þykir um þessa mánuði sem ég hef verið hjá Tottenham. Ég er búinn að segja félaginu hvað ég vil og nú er þetta í höndum félagsins."

Son Heung-min frá fram í febrúar:
Kóreumaðurinn meiddist í fyrri leiknum gegn Chelsea og verður frá þar til eftir landsleikjagluggann sem er 24. janúar til 2. febrúar.

„Hann kom úr þeim leik og það voru engin vandræði. Daginn eftir fann hann hinsvegar sársauka," segir Conte.

Um varnarmanninn Cristian Romero sem hefur verið frá vegna meiðsla í læri:
„Hann er mjög nálægt endurkomu. Hann hefur verið að taka þátt í hluta af æfingum okkar."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner