Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 11. febrúar 2021 16:34
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Wolves og Southampton: Nuno gefur mönnum tækifæri
Kyle Walker-Peters snýr aftur.
Kyle Walker-Peters snýr aftur.
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:30 hefst leikur Wolves og Southampton í 16-liða úrslitum FA-bikarsins.

Eftir leikinn verður dregið í 8-liða úrslitin.

Daniel Podence og Willy Boly voru ekki með Úlfunum í markalausa jafnteflinu gegn Leicester síðasta sunnudag og þeir eru enn fjarverandi. Alls gerir Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, sex breytingar á byrjunarliði sínu frá þeim leik.

Hinn ungi Fabio Silva leiðir sóknarlínu Wolves.

Takumi Minamino, lánsmaðurinn frá Liverpool, má ekki spila með Southampton í FA-bikarnum og því ekki með í þessum leik.

Bakvörðurinn Kyle Walker-Peters snýr aftur og er í byrjunarliði Southampton en hann hefur misst af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla í læri. Þá er miðvörðurinn Mohammed Salisu að fara að spila sinn fyrsta leik.

Byrjunarlið Wolves: Ruddy, Kilman, Saiss, Dendoncker, Otto, Neves, Moutinho, Hoever, Vitinha, Silva, Gibbs-White

Byrjunarlið Southampton: Forster, Walker-Peters, Salisu, Bednarek, Bertrand, Romeu, Ward-Prowse, Armstrong, Djenepo, Ings, Redmond



Leikir dagsins:
17:30 Wolves - Southampton
20:00 Barnsley - Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner