Fjallað var um það í morgun að Þorri Mar Þórisson væri á heimleið frá Öster og sænska félagið tilkynnti í kjölfarið að það og Þorri hefðu náð samkomulagi um riftun á samningi hans við félagið en hann var samningsbundinn út árið 2026.
Þorri var í eitt og hálft ár hjá Öster en hann var keyptur frá KA í ágúst 2023. Þorri er 25 ára bakvörður sem er mjög líklega á leiðinni í Bestu deildina. Á
433.is var hann orðaður við Val, Stjörnuna, KR og KA en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegasta niðurstaðan sú að hann semji við Stjörnuna í Garðabæ.
Þorri var í eitt og hálft ár hjá Öster en hann var keyptur frá KA í ágúst 2023. Þorri er 25 ára bakvörður sem er mjög líklega á leiðinni í Bestu deildina. Á
433.is var hann orðaður við Val, Stjörnuna, KR og KA en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegasta niðurstaðan sú að hann semji við Stjörnuna í Garðabæ.
„Þegar ég kom til Öster var stóra markmiðið að komast upp í Allsvenskan, og það gerðum við. Tíminn minn hér hefur verið frábær reynsla og eitthvað sem ég mun verða mjög þakklátur fyrir alla ævina. Ég hefði auðvitað viljað ná að gefa meira af mér sjálfur en stundum gerast hlutir sem maður hefur ekki stjórn á. Ég hef alltaf gert mitt besta til að leggja allt mitt að mörkum hérna. Ég óska Öster og öllum hjá félaginu gæfu í framtíðinni og vonandi sjáumst við aftur!“ segir Þorri í kveðju sinni til stuðningsmanna Öster.
Athugasemdir