Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 11. maí 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Iniesta gerir nýjan tveggja ára samning í Japan
Andrés Iniesta, fyrrum fyrirliði Barcelona, hefur skrifað undir nýjan samning við Vissel Kobe í Japan.

Iniesta á 37 ára afmæli í dag og nú er ljóst að hann mun fagna 39 ára afmælisdegi sínum sem leikmaður Kobe.

„Okkur finnst við vera heima þegar við erum í Japan og ég er ánægður með að halda áfram í þessu verkefni. Stóra markmiðið er að halda áfram að láta Vissel Kobe vaxa og ég vil gera mitt besta til að aðstoða við það," segir Iniesta.

Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona en sumarið 2018 fór hann í japönsku deildina. Á ferli sínum hjá Börsungum vann Iniesta La Liga níu sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Athugasemdir
banner