„Við vorum sjálfum okkur verstir í þessum leik. Við gáfum of auðveld mörk þar sem ákvarðanartakan á boltanum var ekki góð og það vantaði meiri hreyfingu á boltann. Þegar það var og menn höfðu hugrekki vorum við að gera fína hluti á vellinum. Við þurfum bara að halda áfram.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Víkingum í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 FH
FH-ingarnir voru gjafmilidir í dag sem sást heldur betur á seinustu tveimur mörkum Víkinga.
„Samskiptaleysi og ákvarðanartaka. Það var búið að ganga ágætlega, þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna þeirra komumst við í góðar stöður, við áttum ágætis möguleika.“
Eftir fyrstu 6 leiki deildarinnar er FH í 11. sæti deildarinnar, eitthvað sem Hafnfirðingar óskuðu sér ekki fyrir mót.
„Við ætluðum að vera með fleiri stig en það breytir því ekki að við erum bara með 4 stig. Við verðum að halda áfram, pínu vonbrigði að Valsleikurinn var góður. Við töluðum um það í vikunni að ná stöðugleika en við náðum ekki að flytja það yfir í þennan leik.“
Var einhver ástæða bakvið skiptinguna í síðari hálfleiknum þegar Heimir tók Björn Daníel og Kristján Flóka báða útaf.
„Mér fannst Flóki og Bjössi orðnir þreyttir. Ég viðurkenni það bara að ég lét Bjössa (Björn Daníel) spila of lengi á móti Val.“
Næsti andstæðingur FH er ÍA á Skaganum.
„Við þurfum eins og alltaf að æfa vel í vikunni eins og við höfum gert. Við verðum klárir fyrir Skagann. Ég horfði á leikinn í gærkvöldi og þeir eru væntanlega særðir eftir þetta stóra tap á móti Val þannig það verður hörkuleikur.“
Er eitthvað sem Heimir telur að FH liðið þurfi að gera betur til að snúa genginu við?
„Ekki gefa boltann á slæmum stöðum.“
Viðtalið við Heimi má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir