Man Utd skoðar aðra kosti - Arsenal heldur áfram að reyna við Gyökers - Calhanoglu á förum frá Inter?
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
   sun 11. maí 2025 22:20
Sölvi Haraldsson
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er feginn að fá þrjú stigin, það er alltaf gott. Núna erum við búnir að setja saman tvo sigra eftir að hafa ekki unnið þrjá fyrir það. Það er alltaf gott að ná í þessi þrjú stig.“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, eftir 3-1 sigur á FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 FH

„Við erum komnir aftur á toppinn en það er hellingur eftir. Við ætlum að halda áfram að gera betur. Við stjórnuðum þessum leik allt í lagi og vorum meira með boltann en þeir. En mér fannst við geta verið aðeins meira klínískri þegar við komum upp að teig andstæðinganna. Það vantaði oft upp á síðústu sendinguna, það var lítið um færi hjá okkur, það er eitthvað sem við getum bætt okkur í.“

Víkingar fóru í gegnum tvö erfið töp gegn Aftureldingu og ÍBV í upphafi móts í deild og bikar en hafa verið mjög flottir eftir þá leiki, Sölvi sér bætingu á Víkingsliðinu milli leikja.

„Við reynum alltaf að bæta okkur á milli leikja. Við skoðum hvar við þurfum að bæta okkur og það er klárt mál að það voru nokkrir hlutir eftir ÍBV sem við þurftum að fara yfir og sömuleiðis Aftureldingu. Það er ekkert óeðlilegt þegar það eru þjálfaraskipti, mikið um meiðsli og nýir leikmenn að koma inn í þetta, þá er það ekkert óeðlilegt. Við lærum af þessu og höldum áfram að þróa okkar leik.“

Nýi leikmaður Víkinga, Ali Basem Almosawe, er að heilla Sölva fyrstu dagana hans í Fossvoginum.

„Hann er að koma flott inn í þetta hjá okkur. Það tekur tíma að komast inn í kerfið okkar, hann fékk fleiri mínútur í kvöld en hann fékk í seinasta leik. Vonandi heldur þetta áfram að vera jákvæð þróun. Þetta er spennandi leikmaður sem við þurfum að koma meira inn í hlutina.“

Víkingar skora seinustu tvö mörkin sín upp úr góðum pressum.

„Þetta var góð pressa, við vissum að FH vildu spila út með þriðja manninn þannig við breyttum aðeins í fyrri hálfleik að fara aðeins stífara í pressuna á þeim og það skilaði tveimur mörkum.“

Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, var ekki í hóp í dag en styttist eitthvað í hans komu?

„Það ætti að styttast í hann ég held að þetta sé ekki alvarlegt. Síðan veit maður ekki, það gæti lengst eitthvað í þetta en þetta á ekki að vera slæmt.“

Viðtalið við Sölva má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner