Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 21:31
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Betis heppnir að ná jafntefli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Betis 1 - 1 Osasuna
1-0 Cucho Hernandez ('64)
1-1 Ante Budimir ('75)

Real Betis tók á móti Osasuna í síðasta leik kvöldsins í spænsku deildinni og var um gríðarlega eftirvæntan slag að ræða.

Liðin áttust við í hörkuslag í Evrópubaráttunni, þar sem heimamenn í Betis eru að reyna að komast í Meistaradeildina á meðan gestirnir í liði Osasuna myndu sætta sig við Sambandsdeildina.

Gestirnir frá Pamplona voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en staðan var markalaus eftir rólegar 45 mínútur, þar sem Osasuna fékk þó eitt mjög gott marktækifæri.

Osasuna jók kraftinn í síðari hálfleik en Betis fékk einnig sín færi og tók forystuna gegn gangi leiksins á 64. mínútu, þegar Cucho Hernández skallaði fyrirgjöf frá Isco í netið.

Sú forysta lifði þó ekki lengi því Ante Budimir var búinn að jafna metin ellefu mínútum síðar eftir fyrirgjöf á hinum enda vallarins.

Osasuna fékk dauðafæri til að hreppa sigurinn á lokamínútunum en Adrián, fyrrum markvörður Liverpool og West Ham, varði meistaralega til að bjarga stigi.

Lokatölur 1-1 og er Betis þremur stigum frá Meistaradeildarsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Osasuna er aðeins tveimur stigum frá sæti í Sambandsdeildinni.

Betis heimsækir Rayo Vallecano í spennandi Evrópuslag í næstu umferð á meðan Osasuna fær stórveldi Atlético Madrid í heimsókn.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner