Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   þri 11. júní 2019 14:23
Arnar Daði Arnarsson
KR og Björgvin hafa áfrýjað leikbanninu
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Björgvin Stefánsson hafa áfrýjað leikbanninu sem Björgvin var dæmdur í af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í síðustu viku.

Þar var Björgvin dæmdur í fimm leikja bann fyrir ummæli sín í beinni netútsendingu á Haukar TV frá leik Hauka og Þróttar R. í Inkasso-deildinni. Þar hafði Björgvin eftirfarandi ummæli eftir sér, „Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum."

Áfrýjunarfrestur er þrír virkir dagar og telja almennir frídagar ekki með. Því rennur áfrýjunarfrestur út á miðnætti annað kvöld en Haukar hafa ekki enn áfrýjað úrskurðinum en félagið var sektað um 100.000 kr. fyrir ummæli Björgvins.

Ofan á þetta fimm leikja bann verður Björgvin í banni vegna uppsafnaðra áminninga í Mjólkurbikarnum þegar KR mætir Njarðvík þann 27. júní í 8-liða úrslitum.

Næsti leikur í Pepsi Max-deildinni sem Björgvin verður löglegur í verður þann 21. júlí gegn Stjörnunni.

Af heimasíðu KSÍ:
Aga- og úrskurðarnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli nr 3/2019 - KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni og til réttargæslu Knattspyrnudeild Hauka og Knattspyrnudeild KR.

Framkvæmdastjóri KSÍ sendi aga- og úrskurðarnefnd KSÍ greinargerð, dags. 24. maí 2019, varðandi „Ósæmileg ummæli Björgvins Stefánssonar" þegar hann lýsti leik Hauka og Þróttar R. í Inkasso-deild karla, sem fór fram á Ásvöllum 23. maí sl., á vefmiðlinum Haukar TV.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir, dags. 28. maí 2019, þar sem ákveðið var að gefa Björgvini og forsvarsmönnum knattspyrnudeilda KR og Hauka kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum í málinu. Frestur var veittur fram á hádegi 3. júní sl. til að skila athugasemdum og andmælum. Gögn bárust frá knattspyrnudeild KR og Knattspyrnudeild Hauka.

Aga- og úrskurðarnefnd tók síðan málið fyrir á fundi þriðjudaginn 4. júni og kvað upp neðangreindan úrskurð á fundi sínum fimmtudaginn 6. júní.

„Björgvin Stefánsson skal sæta leikbanni í 5 leiki í keppnum á vegum KSÍ og tekur bannið gildi nú þegar. Auk þess sætir Björgvin banni frá leikvelli Hauka á Ásvöllum á meðan leikbannið varir. Knattspyrnudeild Hauka skal sæta sekt að upphæð kr. 100.000 til KSÍ."

Smellið hér til að skoða úrskurðinn í heild

Athugasemdir
banner
banner
banner