Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   sun 11. september 2022 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Freiburg með gott tak á Gladbach

Freiburg 0-0 Gladbach


Freiburg og Gladbach mættust í lokaleik sjöttu umferðar þýsku Bundesligunnar en Freiburg var í toppsætinu fyrir daginn í dag.

Union Berlin komst hins vegar á toppinn með sigri á Köln fyrr í dag. Leikur Freiburg og Gladbach var nokkuð opinn en hvorugu liðinu tókst þó að skora og endaði því leikurinn með markalausu jafntefli.

Florian Neuhaus leikmaður Gladbach þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Daniel Farke stjóri liðsins er hræddur um að þetta séu krossbandameiðsli.

Freiburg hefur gott tak á Gladbach en liðið hefur aðeins tapað einni viðureign af 21. viðureign liðanna.

Freiburg er því í 2. sæti, einu stigi á eftir Union og einu stigi á undan Bayern og Hoffenheim.

Gladbach er í 8. sæti með jafn mörg stig og Köln sem er í sætinu fyrir ofan.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 13 7 2 4 25 19 +6 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner