Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórlið berjast um 15 ára gamlan Ekvadora
Deinner Ordonez.
Deinner Ordonez.
Mynd: Skjáskot
Chelsea og Liverpool eru sögð vera að berjast um Deinner Ordonez, sem er 15 ára gamall Ekvadori.

Hann er bráðefnilegur miðvörður og enn einn leikmaðurinn sem kemur upp úr akademíu Independiente del Valle. Áður hafa Moises Caicedo, Kendry Paez, og Piero Hincapie komið þar upp.

Hann er bara 15 ára en hefur verið að spila með U20 landsliði Ekvador og heillaði Suður-Ameríkubikarnum í þeim aldursflokki fyrir stuttu.

Njósnarar frá Chelsea og Liverpool hafa fylgst með honum en það eru einnig félög frá Spáni og Þýskalandi með augun á þessum efnilega leikmanni.

Talið er að Independiente sé að biðja um 14 milljónir punda fyrir leikmanninn efnilega.
Athugasemdir
banner