Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. október 2020 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Guðjohnsen: Gylfi einn sterkasti skotmaður í heimi
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Guðjohnsen, fyrrum landsliðsmaður, ræddi við Kjartan Atla Kjartansson um Gylfa Þór Sigurðsson fyrir leikinn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld.

Arnór var eitt sinn lykilmaður í landsliðinu, rétt eins og Gylfi er núna og hefur verið síðustu ár.

„Í snilldarliði er hann strákurinn sem setur endapunktinn á sóknaraðgerðir og klárar fyrir okkur," sagði Arnór á Stöð 2 Sport.

Arnór segir að Gylfi sé einn af bestu skotmönnum í heiminum.

„Ég myndi telja að Gylfi sé einn sterkasti skotmaður í heimi og skotvissasti drengur í heimi. Mér finnst það vera mjög áberandi og hvernig hann leysir úr pressu á sjálfan sig, það er eins og hann viti hvernig andstæðingurinn ætlar að koma í hann."

Gylfi skoraði tvennu gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM síðasta fimmtudag.

Ísland mætir Danmörku í kvöld, en við höfum aldrei unnið Danmörku áður í A-landsliðum karla.

„Þessi leikur á fimmtudag sýndi okkur það að 2016 í þessu liði er ekki alveg búið. Það býr allt í þeim enn þá. Ég vonast bara til þess að við náum að sýna það sama gegn Dönum, þá segi ég bara: 'Hvernig eiga Danir að vinna okkur? Það er ekki hægt'."

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner