Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 11. október 2024 22:13
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Icelandair
Gylfi kom inn á í kvöld.
Gylfi kom inn á í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjóg ólíkt í fyrri hálfleik og þeim seinni. Mér fannst við ekkert vera mjög slæmir i fyrri hálfleik en mjög svipuð mörk hjá þeim. Sending innfyrir og við komnir 2-0 undir. En síðan í seinni hálfleik fannst mér strákarnir vera frábærir.“ Sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í B-deild Þjóðardeildarinnar á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleiknum mætti lið Íslands svo sannarlega til leiks í þeim síðari. Liðið uppskar tvö góð mörk og jafnaði og var í raun óheppið að bæta ekki þriðja markinu við.

„Fullt af færum, skutum í stöng, skutum í slá og nokkur önnur færi. Það jákvæða við leikinn er samt að við komum til baka og náðum í stig og vorum bara betri aðilinn í seinni hálfleik.“

Framundan hjá liði Íslands er leikur gegn Tyrklandi næstkomandi mánudagskvöld. Hverju á Gylfi von á þar?

„Bara öðrum erfiðum leik. Tyrkir eru með frábæra leikmenn og við verðum bara að halda áfram. Það þýðir ekkert að gefast upp við verðum bara að reyna að ná í þrjú stig gegn erfiðu liði og þá er þetta kannski svona ásættanleg vika.“

Gylfi sjálfur var nokkuð spurningamerki fyrir þennan landsleikjaglugga en hafði ekki leikið með Val vegna bakmeiðsla í aðdraganda hans. Hvernig er hann í dag?

„Eins og er er ég bara finn. Ég æfði með Val föstudag og laugardag fyrir leikinn gegn Blikum en leikurinn sjálfur var kannski tveimur dögum of snemma. En mér leið bara fínt í vikunni þar sem við æfðum á frábæru grasi hjá FH. Þannig að ég er bara á góðu skriði í endurkomu eftir meiðslin að hafa náð leiknum í dag.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner