Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
   fös 11. október 2024 22:13
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Icelandair
Gylfi kom inn á í kvöld.
Gylfi kom inn á í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjóg ólíkt í fyrri hálfleik og þeim seinni. Mér fannst við ekkert vera mjög slæmir i fyrri hálfleik en mjög svipuð mörk hjá þeim. Sending innfyrir og við komnir 2-0 undir. En síðan í seinni hálfleik fannst mér strákarnir vera frábærir.“ Sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í B-deild Þjóðardeildarinnar á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleiknum mætti lið Íslands svo sannarlega til leiks í þeim síðari. Liðið uppskar tvö góð mörk og jafnaði og var í raun óheppið að bæta ekki þriðja markinu við.

„Fullt af færum, skutum í stöng, skutum í slá og nokkur önnur færi. Það jákvæða við leikinn er samt að við komum til baka og náðum í stig og vorum bara betri aðilinn í seinni hálfleik.“

Framundan hjá liði Íslands er leikur gegn Tyrklandi næstkomandi mánudagskvöld. Hverju á Gylfi von á þar?

„Bara öðrum erfiðum leik. Tyrkir eru með frábæra leikmenn og við verðum bara að halda áfram. Það þýðir ekkert að gefast upp við verðum bara að reyna að ná í þrjú stig gegn erfiðu liði og þá er þetta kannski svona ásættanleg vika.“

Gylfi sjálfur var nokkuð spurningamerki fyrir þennan landsleikjaglugga en hafði ekki leikið með Val vegna bakmeiðsla í aðdraganda hans. Hvernig er hann í dag?

„Eins og er er ég bara finn. Ég æfði með Val föstudag og laugardag fyrir leikinn gegn Blikum en leikurinn sjálfur var kannski tveimur dögum of snemma. En mér leið bara fínt í vikunni þar sem við æfðum á frábæru grasi hjá FH. Þannig að ég er bara á góðu skriði í endurkomu eftir meiðslin að hafa náð leiknum í dag.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner