Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 11. nóvember 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
MLS félög sýna Þorleifi áhuga
Þorleifur Úlfarsson.
Þorleifur Úlfarsson.
Mynd: Duke
Þorleifur Úlfarsson er að eiga stórgott tímabil í hinni sterku ACC háskóladeild í Bandaríkjunum.

Félög í MLS-deildinni hafa sýnt honum áhuga og hann gæti farið í MLS Combine þar sem spennandi leikmenn fá tækifæri til að sýna sig og sanna.

Þorleifur verður 21 árs í næsta mánuði en hann var valinn sóknarleikmaður ársins í ACC en þess má geta að Jack Harrison, leikmaður Leeds, hlaut sömu verðlaun árið 2015.

Þorleifur spilar fyrir Duke-háskólann í Norður-Karólínu.

Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og spilaði einn leik fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni á liðnu tímabili.

Þá var hann lánaður til Víkings í Ólafsvík þar sem hann skoraði þrjú mörk í átta leikjum.


Athugasemdir
banner
banner