Eftir rúman klukkutíma hefst viðureign Breiðabliks og Shamrock Rovers í fimmtu umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Ólafur Ingi Skúlason gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-1 jafntefli gegn Samsunspor í síðasta leik.
Ólafur Ingi Skúlason gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-1 jafntefli gegn Samsunspor í síðasta leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 Shamrock Rovers
Anton Logi er utan hóps Breiðabliks. Valgeir Valgeirsson er að glíma við smávægilega tognun og víkur því úr byrjunarliðinu.
Í þeirra stað koma þeir Arnór Gauti Ragnarsson og Andri Rafn Yeoman.
Blikar þurfa á sigri að halda í þessum heimaleik til að eiga möguleika á að ná umspilssæti í síðustu umferðinni.
Breiðablik hefur hingað til gert jafntefli í báðum heimaleikjum sínum í mótinu, 0-0 gegn KuPS frá Finnlandi og 2-2 gegn Samsunspor frá Tyrklandi.
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
11. Aron Bjarnason
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
44. Damir Muminovic
Byrjunarlið Shamrock Rovers:
1. Edward McGinty (m)
4. Roberto Lopes
5. Lee Grace
6. Daniel Cleary
7. Dylan Watts
10. Graham Burke
17. Matthew Healy
20. Rory Gaffney
21. Daniel Grant
27. Cory O'Sullivan
36. Victor Ozhianvuna
Athugasemdir





