Ólafur Ingi Skúlason þjálfari Breiðabliks og Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks sátu fyrir svörum á blaðamannafundi eftir fyrsta sigur Breiðabliks í Sambandsdeildinni. 3-1 sigur gegn írska liðinu Shamrock Rovers.
„Þetta var ekki sérstaklega áferðafallegt, Það var ekki það að við værum að spila illa, heldur var þetta bara leikur þar sem lítið pláss var og tempóið ekki mjög hátt. Við vorum kannski ekki með fallegasta leikinn, en við sýndum mikinn baráttuanda og spiluðum sem lið." Sagði Ólafur Ingi Skúlason þjálfari Breiðabliks
„Það var mikilvægt að við næðum marki í fyrri hálfleik. Leikurinn var mjög jafn, þeir voru sterkari á köflum, en mér fannst þeir þreytast þegar leið á og við tókum yfir."
"Markið var frábært, og við spiluðum betur eftir það. Við stóðum okkur mjög vel, vorum þéttir, vinnusamir og einbeittir. Við áttum skilið þessi þrjú stig."
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Shamrock Rovers
„Ég er alveg sammála öllu sem hann sagði." Sagði þá Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks,
„Þetta var kannski ekki fallegasti fótboltaleikurinn sem við höfum spilað, en við gerðum það sem þurfti. Við byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér, við vprum að leysa pressuna þeirra vel og á held ég 5 til 7 mínútur, breyttu þeir pressunni sinni. Þeir gerðu það vel og við þurftum að finna nýjar lausnir, sem gekk kannski síður í smástund en svo í hálfleik fannst mér við skerpa vel á hlutum pressulega séð og fannst við gera það mjög vel í seinni hálfleik. Mér fannst þeir í rauninni ekki komast neitt, það var smá kafli áður en við skoruðum sem við þurftum að söffera vel í nokkrar mínútur og fannst við gera það hrikalega vel og uppskárum síðan mark."
Breiðablik uppskar tvö jafntefli og einn sigur í sínum heimaleikjum í Sambandsdeildinni eru þeir ánægðir með það?
„Já klárt mál og kannski bara svekkjandi að vera ekki með fleiri stig, mér finnst við jafnvel hafa átt skilið að safna fleiri stigum en ég er ánægður með þennan heimavallarárangur." sagði Viktor Karl
„Sammála því" svaraði Óli Skúla, „Uppskeran er bara góð hérna á heimavelli, taplausir það er bara flott. Mögulega hefðum við getað tekið fleiri stig á móti KuPS en við getum ekkert verið annað en nokkuð sáttir með uppskeruna."
"Frábært fyrir okkur að fara með eitthvað undir til Frakkalands og það er rosa mikið undir fyrir okkur að fara þangað. Auðvitað mjög öflugt lið en þetta er bara basically þannig að við höfum engu að tapa, við bara mætum þarna út og gefum allt í þann leik. Reynum að ná í einhver stig klárlega og þá eigum við séns á að halda áfram og það er bara áfram markmiðið."
„Það er ótrúlega gaman að snúa tapinu við, við höfum orft verið þar að gæði andstæðingsins meiða okkur en mér fannst við gera það öfugt í dag, við meiddum þá með einstaklinsgæðum."





