Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   mið 12. janúar 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Langlíklegast að Finnur Tómas fari heim í KR - „Búnir að eiga ágætis samtöl"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tilkynnt var í gær að Finnur Tómas Pálmason hefði rift samningi sínum við Norrköping og mætti leita sér að nýju félagi. Norrköping keypti hann fyrir um ári síðan frá KR og kom Finnur á láni til KR í upphafi síðasta tímabils.

Finnur er tvítugur miðvörður og er þessa stundina með A-landsliðinu og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í dag.

Finnur er uppalinn KR-ingur og verður það að teljast líklegasta niðurstaðan að hann semji við félagið og spili með liði þess í sumar.

Fótbolti.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um Finn Tómas í gær.

Arnar um Finn:
Við þurfum topp, topp hafsent til viðbótar

Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, um Finn í dag. „Við vonumst til þess að semja við hann sem allra fyrst og ganga frá því. Hann er núna upptekinn með landsliðinu, við vonumst eftir því að hann verði áfram í okkar herbúðum," sagði Rúnar.

„Alveg pottþétt að það verði samkeppni, það er alltaf samkeppni um góða fótboltamenn. Við erum búnir að eiga ágætis samtöl við hann innan klúbbsins og viljum klára okkar mál við hann sem fyrst. Við erum jákvæðir að geta fengið hann, hann er uppalinn í KR-ingur, búinn að vera hjá okkur þangað til við seldum hann."

Skynjaru á honum að hann vilji koma aftur í KR? „Já, við höfum skynjað það frá því hann kom til baka á láni síðasta sumar. Við höfum skynjað að hann vilji vera hér ef hann verður á Íslandi. Maður er aldrei öruggur fyrr en búið er að skrifa undir, við bíðum eftir að hann komi heim eftir verkefni og viljum ganga frá þessu við hann þá," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner