Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 12. janúar 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Höfum áhuga á öllum leikmönnum sem eru á lausu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands og bikarmeistarar Víkings mættu Fylki í rosalegum leik í Reykjavíkurmótinu í gær. Leik lauk með 4-3 sigri Víkings eftir að liðið lenti 0-3 undir eftir 17 mínútur.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins var í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn þar sem hann var meðal annars spurður hvort hann hefði áhuga á að fá Finn Tómas Pálmason til liðs við sig en samningi hans við Norrköping var rift í gær.

„Já við höfum klárlega mikinn áhuga á að tala við hann ef hann er laus allra mála. Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að við þurfum topp, topp hafsent til viðbótar í þá flóru sem við erum með, Finnur fyllir svo sannarlega upp í það sem er að vera topp hafsent. Auðvitað höfum við áhuga á öllum þeim leikmönnum sem eru á lausu hverju sinni á Íslandi."

Valdimar Þór Ingimundarson leikmaður Strömsgodset vill fara frá félaginu. Arnar hefur mikinn áhuga á þeim leikmanni.

„Já auðvitað, ekki spurning. Sama og Finnur þá er Valdimar einn af okkar betri leikmönnum sem er mögulega að koma heim. Það er líka skylda fyrir okkur að taka þátt í svona slag. Við höfum þá gullið tækifæri á að ná lengra í Evrópu en nokkuð annað lið hefur gert. Ísland hefur fallið mjög lágt á styrkleikalista síðustu ára. Við verðum að gjöra svo vel að taka þennan kyndil og bera hann vel næsta sumar."
Arnar Gunnlaugs: Alls ekki nægilega gott
Athugasemdir
banner
banner
banner