Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   lau 12. febrúar 2022 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið - C-deild: Haukar sigurvegarar mótsins
Haukar með bikarinn að leik loknum.
Haukar með bikarinn að leik loknum.
Mynd: Jón Erlendsson
Haukar 2 - 1 Reynir S.
1-0 Gísli Þröstur Kristjánsson
2-0 Gunnar Örvar Stefánsson
2-1 Markaskorara vantar

Það eru Haukar sem standa uppi sem sigurvegarar í C-deild Fótbolta.net mótsins í ár.

Haukar unnu alla leiki sína í riðlinum og Reynismenn enduðu með sjö stig í sínum riðli.

Úrslitaleikurinn fór fram í Skessunni í Hafnarfirði í dag og þar reyndust Haukar sterkari. Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mikla yfirburði, en það var töluvert meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik. Sandgerðingar minnkuðu muninn um miðjan seinni hálfleik, en komust ekki lengra.

Lokatölur 1-0 fyrir Hauka, sem taka gullið í C-deild Fótbolta.net mótsins. Bæði þessi lið leika í 2. deild í sumar.

Árborg hafnaði í fimmta sæti mótsins eftir sigur á Hvíta riddaranum í vítaspyrnukeppni.

Lokastaðan í C-deild:
1. Haukar
2. Reynir Sn.
3. Kári
4. Augnablik
5. Árborg
6. Hvíti riddarinn
7. Elliði
8. KFR
Athugasemdir
banner
banner
banner