Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 12. apríl 2019 12:15
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Felix Örn.
Felix Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er spáð tíunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.

Hjá ÍBV er það bakvörðuinn, Felix Örn Friðriksson sem sýnir á sér hina hliðina.

Þú getur keypt Felix Örn í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Fullt nafn: Felix Örn Friðriksson

Gælunafn: Alltaf kallaður Felix

Aldur: 20.ára

Hjúskaparstaða: Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það var í nóvember 2015 móti Létti.

Uppáhalds drykkur: Passion Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Einsi Kaldi í eyjum.

Hvernig bíl áttu: Á engan eins og er.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits

Uppáhalds tónlistarmaður: Herra Hnetan er hátt uppi núna

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram

Fyndnasti Íslendingurinn: Það skal vera Pétur Jóhann Sigfússon

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kókos, Kökudeig og karmellusósu.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: " Hvenær kemur þú með lyklanna" frá mömmu.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er ekki mikið fyrir Keflavík og það svæði.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Carlos Soler í Spænska u21.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Morten Bisgaard, hjá Vejle.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Arnór Gauti Ragnarsson

Sætasti sigurinn: 1-0 sigur á FH í úrslitum mjólkurbikarins.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki unnið bikarinn árinu áður en við unnum hann, 2016 úrslitaleikurinn á móti val.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal maður í húð og hár.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Eið Aron Sigurbjörnsson.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Byggja við laugardalsvöll.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Bjarki Steinn Bjarkason, ÍA

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Víðir Þorvarðarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Frænka mín Sísí lára er sætust.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Breki Ómarsson er ekki hægt, maðurinn stoppar ekki.

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrsta sem kemur í hugan er á shell-mótinu þegar við vorum að spila, þegar leið á einn leikinn þá lít ég eitthvað aftur fyrir mig og sé að markmaður okkar sé ekki í markinu. Þá hafði hann þurft svona mikið á klósettið.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Bursta tennurnar.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist stundum með golfi og handbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Spila í Mercurial Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Alltaf jafn erfitt að mæta.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Olsen bræður frá Danmörku eru góðir.

Vandræðalegasta augnablik: Man ekkert vandræðanlegt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Axel Óskar Andrésson, ef einhver leiðindi skapast þá sjatlar hann það og lætur heyra í sér. Alfons Samsted, kemur með greindina. Svo myndi ég taka Dag Austmann, til að

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er mjög hjátrúarfullur, t.d. ef ég á góðan leik í einhverjum ákveðnum skóm þá spila ég næsta leik í sömu skóm, og svo snýst það við ef ég á lélegan leik þá skipti ég um skó.
Athugasemdir
banner