Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 12. júní 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 11. umferð - Boðar komu FH í toppbaráttuna
Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Davíð Snær Jóhannsson fagnar marki.
Davíð Snær Jóhannsson fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er komin svo mikil samstaða í liðið. Þetta er ungt lið, fólk talar ekki mikið um okkur og okkur er drullusama. Það er ekkert svo langt í okkur í toppbaráttuna hvort sem það er núna eða eftir tvo mánuði. Við erum að koma," sagði Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður FH, í viðtali við RÚV eftir 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki á laugardaginn.

FH er ósigrað í síðustu fjórum leikjum og situr nú í fjórða sætinu. Það eru sex stig upp í Breiðablik sem er í þriðja sætinu og hefur leikið leik meira.

FH var betra liðið í leiknum gegn Breiðabliki og Davíð Snær skoraði bæði mörk Hafnarfjarðarliðsins. Það var gríðarlegur kraftur í honum og var duglegur að koma sér í góð færi. Hann hefði hæglega getað skorað fleiri mörk.

„Ég hefði vilja skora fleiri mörk. Mér fannst ég hafa átt skora svona fjögur eða fimm að mínu mati en fínn leikur og þetta snýst um að vinna leiki," sagði Davíð Snær í viðtali við Fótbolta.net.

Nú tekur við landsleikjagluggi en þann 23. júní á FH næst leik, gegn Fram á heimavelli. FH-ingar eru ósigraðir í Kaplakrikanum í sumar, fjórir sigrar og eitt jafntefli.

Sterkustu leikmenn:
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Davíð Snær: Það er ekkert svo langt í okkur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner