City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   mán 12. júlí 2021 19:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vestri 
Heiðar Birnir hættir sem þjálfari Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Heiðar Birnir
Heiðar Birnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gegn Kórdrengjum á laugardag.
Gegn Kórdrengjum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Birnir Torleifsson verður ekki áfram þjálfari meistaraflokks Vestra. Í tilkynningunni kemur fram að Heiðar hafa beðist lausnar frá starfi sínum. Þar kemur einnig fram að leit sé hafinn að nýjum aðalþjálfara.

Heiðar Birnir Torleifsson var ráðinn þjálfari eftir síðasta tímabil en hann hafði verið aðtoðarmaður Bjarna Jóhannssonar sem hætti með liðið eftir síðasta tímabil.

Vestri er með sextán stig í sjötta sæti deildarinnar þegar Lengjudeildin er hálfnuð. Síðasti leikur Heiðars með Vestra var gegn Kórdrengjum á laugardag. Sá leikur endaði með 2-0 sigri Kórdrengja.

Úr frétt á Vestri.is
Heiðar Birnir Torleifsson, sem tók við af Bjarna Jó sem aðalþjálfari Vestra fyrir tímabilið, hefur beðist lausnar frá starfi sínum sem aðalþjálfari og hefur stjórn knattspyrnudeildar samþykkt þá ósk Heiðars.

Knattspyrnudeildin vill þakka Heiðari Birni fyrir mikið og gott samstarf síðan hann tók til starfa, fyrst sem aðstoðaþjálfari Bjarna og síðar aðalþjálfari.

Óskum við honum gæfu í hverju því sem hann tekur sér næst fyrir hendur.

Leit er hafinn að nýjum aðalþjálfara og munum við koma með tilkynningar þess efnis þegar það er klárt.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner