Enski framherjinn Hans Mpongo mun hjálpa Þrótti V. í fallbaráttunni í Lengjudeild karla seinni hluta tímabilsins en hann kemur til félagsins frá Brentford á Englandi.
Mpongo var á láni hjá ÍBV fyrri hluta tímabilsins þar sem hann spilaði 4 leiki í Bestu deildinni og einn leik í bikar.
Lánssamningur hans við ÍBV rann út um mánaðamótin og um leið samningur hans við Brentford.
Hans veru í Vestmannaeyjum verður helst minnst fyrir það þegar hann ætlaði að taka mikilvæga vítaspyrnu þrátt fyrir að vera ekki vítaskytta ÍBV. Eftir rifrildi tók Andri Rúnar Bjarnason spyrnuna en klúðraði.
Framherjinn verður hins vegar áfram á Íslandi og hefur nú samið við Þrótt V. um að spila með liðinu út þessa leiktíð.
Þróttur er í miklu basli í Lengjudeildinni og situr sem fastast á botninum með 2 stig eftir ellefu umferðir.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir