Kristján Flóki Finnbogason var í síðustu viku tilkynntur sem nýr leikmaður FH. Hann kom frá KR í skiptum fyrir þá Ástbjörn Þórðarson og Gyrði Hrafn Guðbrandsson.
Flóki, eins og hann er oftast kallaður, er uppalinn í FH og snýr aftur í Hafnarfjörðinn eftir sjö ára fjarveru.
Flóki, eins og hann er oftast kallaður, er uppalinn í FH og snýr aftur í Hafnarfjörðinn eftir sjö ára fjarveru.
„Þetta er eitthvað sem ég er búinn að bíða eftir, búinn að vera manifesta i smá tíma og það er loksins orðið að veruleika," segir Flóki.
„Það hefur alltaf verið á bakvið eyrað að fara heim í FH. Þegar maður fór og spilaði í Krikanum þá var svolítið skrítin tilfinning að koma og heilsa öllum. Ég hef ekki verið neitt nálægt því að snúa heim frá því að ég fór síðast, en alltaf haft það á bakvið eyrað."
„Það er geðveikt að koma aftur, þvílíkar breytingar sem hafa orðið á svæðinu. Þetta er svolítið eins og að labba inn í framtíðina."
„Við erum búnir að æfa á nýja grasinu og munurinn á klefanum frá því að ég var þarna síðast er nokkuð mikill. Það hefur einhvern veginn allt breyst til hins betra."
Hvernig er nýja hybrid-grasið?
„Það er geðveikt, rennislétt og grænt. Ég hef náttúrulega ekki mikið verið á því, verið í séræfingum með styrktarþjálfara, en ég hugsa að þetta sé örugglega besta gras á Íslandi í dag."
Þakklátur fyrir tímann - Erfitt að kveðja
Flóki segir erfitt að fara frá KR.
„Ég bý á svæðinu þannig maður hittir fólk í sundlauginni og í búðinni. Ég fór og knúsaði alla bless. Auðvitað var það mjög erfitt og maður á eftir að sakna þess að hitta fólkið í KR dagsdaglega."
Flóki gekk í raðir KR frá Start sumarið 2019 og var því í fimm ár hjá KR.
„Ég er þakklátur fyrir tímann sem maður fékk með þeim sem maður spilaði með og þeim sem þjálfuðu mig. Ég fékk að spila með Pálma og hafa hann sem þjálfara og spila með syni hans. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Rúnari og hafa spilað fyrir hann. Þetta var bara geðveikur tími."
Heilt yfir sáttur
Flóki lék 78 deildarleiki með KR og skoraði í þeim 19 mörk og lagði upp tíu samkvæmt Transfermarkt. Hann hefur síðustu ár verið gagnrýndur fyrir að gera ekki meira fyrir liðið.
Ertu sáttur við þína frammistöðu sem leikmaður KR?
„Já, heilt yfir. Auðvitað ömurlegt hvað maður var að glíma við mikið af meiðslum í gegnum allan tímann. Ég missti heilt ár úr út af fótbrotinu. Auðvitað hefði sumt mátt fara betur, en heilt yfir er ég frekar sáttur."
30.08.2023 22:20
Flóki fékk jákvæð tíðindi í gær - Búinn með rúmt ár af tveggja ára ferli
Íslandsmeistaratitilinn hápunkturinn
Hápunkturinn var tímabilið 2019 þegar Flóki kom inn í lið KR sem landaði Íslandsmeistaratitlinum um haustið.
Hvernig var að koma inn í lið sem var á góðu skriði og klárar mótið mjög sannfærandi?
„Það var alveg geðveikt. Það var þvílík orka í liðinu og mikill andi. Einhvern veginn labbaði maður inn í alla leiki vitandi að maður væri að fara vinna. Það getur verið hættulegt en á þessum tíma þá virkaði það bara."
„Geðveikt að vera aftur með Bödda í liði"
Hjá FH hittir Flóki fyrir Böðvar Böðvarsson. Þeir eru góðir vinir. Þá hittir hann einnig fyrir Grétar Snæ Gunnarsson, en þeir voru líka liðsfélagar í KR.
22.12.2023 12:15
„Væri æðislegt að sitja með honum í klefanum og vera með honum á hverjum degi"
„Það er bara geðveikt að vera aftur með Bödda í liði. Það er ekki alltaf sem maður fær að spila með þeim sem maður ólst upp með og við erum bestu vinir."
Flóki hittir einnig fyrir Björn Daníel Sverrisson, þeir náðu örfáum leikjum saman áður en þeir fóru báðir út í atvinnumennsku. Daði Freyr Arnarsson var í kringum hópinn síðast þegar Flóki var í FH og hann þekkir einnig vel til þjálfaranna; Heimis og Kjartans Henrys.
Æfir með liðinu á morgun
Flóki hefur verið frá vegna meiðslum að undanförnu, hefur glímt við meiðsli á tá frá því KR mætti Fram í Úlfarsárdal fyrir mánuði síðan.
„Skrokkurinn er ágætur. Það styttist í að maður fari að byrja að æfa á fullu. Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta er. Þetta eru meiðsli sem maður er ekki vanur að díla við. Það datt leikmaður ofan á löppina á mér og ég beyglaðist eitthvað. Ég hef aldrei heyrt um svona áður, að einhver sé frá í 4-6 vikur út af támeiðslum. Planið er að ég verði með á æfingu á morgun."
Flóki var spurður út í framhaldið með FH og baráttuna framundan.
„Ég er bara spenntur, vona að mínir kraftar nýtist eitthvað og ég er tilbúinn að gefa mig allan í það verkefni," segir Flóki.
Hann er ekki með FH gegn KR á Meistaravöllum í kvöld en ef æfingavikan fer vel þá er aldrei að vita nema hann verði í hópnum gegn Val næsta mánudag.
Athugasemdir