Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 11:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viljandi gert hjá Heimi?
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann endurkomusigur á ÍA í gær.
FH vann endurkomusigur á ÍA í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það var mjög áhugavert atvik sem kom upp í Bestu deildinni í gær þegar Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Dean Martin, aðstoðarþjálfari ÍA, fóru haus í haus á hliðarlínunni. Þeir voru ósáttir við hvorn annan og fengu báðir rautt spjald.

Staðan á þessum tímapunkti var 0-2 fyrir ÍA og hafði FH-liðið verið herfilegt. En það vaknaði við þetta og tókst að vinna leikinn 3-2.

„Stundum þarftu að fórna drottningunni til að vinna skákina," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari FH, í útsendingu frá leiknum á Sýn Sport.

Skemmtilega orðað en spurning er hvort þetta hafi allt saman verið viljandi gert hjá Heimi til að kveikja á sínu liði.

„Heimir tjúllast og maður spyr sig hvort að hann hafi verið að kveikja í liðinu sínu," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.

„Ef að það var planið hans, þá er þetta þjálfari umferðarinnar," sagði Valur jafnframt.

„Ég talaði við einn FH-ing eftir leik og hann sagði að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Þetta var hörmung fyrstu 40 mínúturnar og svo breytist allt við þetta rauða spjald; stemningin og stuðið í stúkunni, andrúmsloftið á vellinum, bara allt," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.

„Þetta er algjörlega út úr karakter hjá Heimi en hann er þekktur fyrir klókindi. Við getum alveg sagt það að hann hafi ætlað að kveikja upp í þessu. Það heldur betur virkaði," sagði Elvar Geir Magnússon.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Athugasemdir
banner
banner