Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mán 11. ágúst 2025 22:44
Kjartan Leifur Sigurðsson
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum að vera búnir að klára leikinn þegar þetta leikrit fer í gang í lok fyrri hálfleiks." segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir tap Skagamanna gegn FH í kvöld, 3-2.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 ÍA

Skagamenn byrjuðu mikið betur, skoruðu tvö mörk og voru með algjöra yfirburði, svo fór að halla undan fæti.

„Leikurinn fer í uppnám eftir þessi fíflalæti sem fara í gang. Við förum inn í klefa með 2-1 stöðu og byrjunin af seinni hálfleik og fram að þriðja marki þeirra var ekki nógu gott hjá okkur, sá kafli tapar leiknum."

Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir stympingar á hliðarlínunni.

„Heimir er að kveikja í pleisinu og hræra aðeins upp í þessu. Dómararnir eiga að sjá í gegnum þetta, sussa á hann og segja honum að hætta þessum fíflagang. Fyrst þeir henda rauðu spjaldi á þetta hlýtur þetta að vera nokkra leikja bann, það er ekki gott að vera skalla menn."

Skagamenn eru enn neðstir í deildinni, nú fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Fjögur stig, já en það eru enn 27 stig eftir í pottinum. Það er bara áfram gakk og baráttan heldur áfram, segir Lárus Orri að lokum.
Athugasemdir