„Við áttum að vera búnir að klára leikinn þegar þetta leikrit fer í gang í lok fyrri hálfleiks." segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir tap Skagamanna gegn FH í kvöld, 3-2.
Lestu um leikinn: FH 3 - 2 ÍA
Skagamenn byrjuðu mikið betur, skoruðu tvö mörk og voru með algjöra yfirburði, svo fór að halla undan fæti.
„Leikurinn fer í uppnám eftir þessi fíflalæti sem fara í gang. Við förum inn í klefa með 2-1 stöðu og byrjunin af seinni hálfleik og fram að þriðja marki þeirra var ekki nógu gott hjá okkur, sá kafli tapar leiknum."
Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir stympingar á hliðarlínunni.
„Heimir er að kveikja í pleisinu og hræra aðeins upp í þessu. Dómararnir eiga að sjá í gegnum þetta, sussa á hann og segja honum að hætta þessum fíflagang. Fyrst þeir henda rauðu spjaldi á þetta hlýtur þetta að vera nokkra leikja bann, það er ekki gott að vera skalla menn."
Skagamenn eru enn neðstir í deildinni, nú fjórum stigum frá öruggu sæti.
„Fjögur stig, já en það eru enn 27 stig eftir í pottinum. Það er bara áfram gakk og baráttan heldur áfram, segir Lárus Orri að lokum.
Athugasemdir