Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mán 11. ágúst 2025 22:44
Kjartan Leifur Sigurðsson
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum að vera búnir að klára leikinn þegar þetta leikrit fer í gang í lok fyrri hálfleiks." segir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir tap Skagamanna gegn FH í kvöld, 3-2.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 ÍA

Skagamenn byrjuðu mikið betur, skoruðu tvö mörk og voru með algjöra yfirburði, svo fór að halla undan fæti.

„Leikurinn fer í uppnám eftir þessi fíflalæti sem fara í gang. Við förum inn í klefa með 2-1 stöðu og byrjunin af seinni hálfleik og fram að þriðja marki þeirra var ekki nógu gott hjá okkur, sá kafli tapar leiknum."

Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir stympingar á hliðarlínunni.

„Heimir er að kveikja í pleisinu og hræra aðeins upp í þessu. Dómararnir eiga að sjá í gegnum þetta, sussa á hann og segja honum að hætta þessum fíflagang. Fyrst þeir henda rauðu spjaldi á þetta hlýtur þetta að vera nokkra leikja bann, það er ekki gott að vera skalla menn."

Skagamenn eru enn neðstir í deildinni, nú fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Fjögur stig, já en það eru enn 27 stig eftir í pottinum. Það er bara áfram gakk og baráttan heldur áfram, segir Lárus Orri að lokum.
Athugasemdir
banner