Jóhann Frans Ólason, leikmaður Sindra á Hornarfirði, er að líta í kringum sig og ákveða næstu skref. Hann fór á reynslu hjá Hajduk Split í Króatíu í haust og stefnir að fara aftur út til þeirra í sumar.
Jóhann er fæddur árið 2009 en hann lék lykilhlutverk í liði Sindra í 3. deild karla í sumar. Liðið endaði í 9. sæti deildarinnar en Jóhann kom við sögu í 21 leik, skoraði í þeim tvö mörk og lagði upp sex.
Fótbolti.net ræddi við Óla Stefán Flóventsson föður Jóhanns og ræddi við hann um drenginn.
Jóhann er fæddur árið 2009 en hann lék lykilhlutverk í liði Sindra í 3. deild karla í sumar. Liðið endaði í 9. sæti deildarinnar en Jóhann kom við sögu í 21 leik, skoraði í þeim tvö mörk og lagði upp sex.
Fótbolti.net ræddi við Óla Stefán Flóventsson föður Jóhanns og ræddi við hann um drenginn.
„Hann fór á reynslu til Hajduk Split eftir tímabilið. Við feðgar horfðum á það þannig að þetta væri frábær reynsla. Hugsuðum að það yrði ekkert meira úr því. Þetta var í gegnum Mate Poponja (sem var þjálfari Sindra í sumar) en hann er með sambönd í Króatíu svo það var kannski ekki eins og þeir voru mættir hingað að skoða hann.
En hann fer þarna út í gífurlega sterkt U17 ára lið hjá þeim og gekk vel. Eftir þriðju æfinguna með liðinu var hann kominn með tilboð, þeir vildu helst halda honum áfram úti. Svo var ákveðið að bíða með það. en það er líklegt að hann fari út til þeirra næsta sumar aftur. Þá verður þetta tekið upp að nýju. Hann hefur verið að skoða sig um varðandi næstu skref, margt spennandi í boði fyrir hann. Svo er auðvitað skóli og margt annað sem þarf að hugsa um.“
Fjölhæfur leikmaður með kraftmikinn vinstri fót
Hvernig leikmaður er hann?
„Hann er örvfættur hægri kantmaður, hefur spilað aðeins á vinstri líka. En núna í sumar spilaði hann sem vinstri væng bakvörður og stóð sig vel þar. Hann er teknískur og það sem virðist vera með alla örvfætta leikmenn þá eru þeir með einhvern ofurkraft.“
Lét að sér kveða með Selfyssingum
Óli Stefán er þjálfari Selfoss og tók soninn með sér á æfingu.
„Hann kom með mér suður um daginn og skoðaði aðstæður þar líka. Eðli málsins samkvæmt vildi ég leyfa honum að sjá þetta, hann tekur síðan ákvörðun um hvað hann velur. Hann var fljótur að stimpla sig inn, hann spilaði einn hálfleik með 2. flokki og náði að skora fyrsta mark leiksins. En eins og ég segi þá er þetta undir honum komið hvað hann vill gera.“
Athugasemdir




