Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 12. desember 2025 17:15
Elvar Geir Magnússon
Kolo Toure: Við erum með besta stjóra heims
Kolo og Pep.
Kolo og Pep.
Mynd: EPA
Kolo Toure, aðstoðarmaður Pep Guardiola, spjallaði við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi í dag í fjarveru Guardiola.

Guardiola var fjarverandi í dag af persónulegum ástæðum en Toure segir að hann ætti að vera mættur á hliðarlínuna í leiknum gegn Crystal Palace sem fram fer á sunnudag.

City er tveimur stigum frá toppliði Arsenal og hefur sett aukna pressu á Lundúnaliðið.

Sjáum ekki Rodri um helgina
Toure var meðal annars spurður út í miðjumanninn Rodri á fréttamannafundinum.

„Rodri er að æfa mjög vel. Hann er að sinna endurhæfingunni vel og verður beittari með hverjum deginum. Þróunin er góð en ég held að við munum ekki sjá hann um helgina," segir Toure.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner