Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 12. desember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Palmer og Fofana ættu að geta spilað gegn Everton - Delap meiddur
Cole Palmer ætti að geta spilað gegn Everton.
Cole Palmer ætti að geta spilað gegn Everton.
Mynd: EPA
Delap er á meiðslalistanum.
Delap er á meiðslalistanum.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að Cole Palmer og Wesley Fofana ættu að vera klárir í úrvalsdeildarleikinn gegn Everton sem fram fer á morgun klukkan 15.

Chelsea fer inn í leikinn í fimmta sæti, einu stigi og tveimur sætum fyrir ofan Everton.

Moises Caicedo afplánar þriðja og síðasta leik sinn í banninu en hann var með í tapinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Levi Colwill, Romeo Lavia og Dario Essugo eru enn á meiðslalistanum og sóknarmaðurinn Liam Delap bættist á þann lista um síðustu helgi þegar hann meiddist á öxl gegn Bournemouth.

Palmer hefur verið í miklu meiðslaströggli á tímabilinu og ferðaðist ekki með til Ítalíu í vikunni.

„Cole er fínn, hann er orðinn betri og er leikfær. Það er ein æfing eftir seinni partinn. Hann kláraði æfinguna í gær, hann fann fyrir smávægilegum eymslum en á heildina er hann fínn," segir Maresca.

Fofana kom inn af bekknum í hálfleik gegn Atalanta en meiddist svo á andliti.

„Hann er leikfær, það er í fínu lagi með hann. Hann æfði í gær og er fínn," segir Maresca sem fékk svo spurninguna hversu lengi Delap yrði frá?

„Við vitum það ekki enn. Það gætu verið tvær til fjórar vikur. Við vitum ekki nákvæmlega hvað þetta verða margir dagar."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner