Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
banner
   fös 12. desember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: The42 
Þjálfari Shamrock: Gerðum þetta auðvelt fyrir þá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann Shamrock Rovers frá Írlandi í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í gær, þetta var fyrsti sigur Breiðabliks í keppninni.

Stephen Bradley ræddi við írska fjölmiðilinn The42 eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Shamrock Rovers

„Ég er svekktur með hvernig við hættum að gera það sem virkaði í fyrri hálfleik, það er mjög pirrandi. Þegar maður gerir það, missir maður stjórn á leiknum, mjög ólíkt okkur," sagði Bradley.

„Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik, við særðum þá. Í seinni hálfleik hættum við að gera það sem við vorum að gera. Við gerðum þetta auðvelt fyrir þá að pressa okkur og við náðum ekki stjórn á leiknum út af því."
Athugasemdir
banner
banner