Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. febrúar 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Carragher: Sancho mun slá í gegn á Englandi
Eftirsóttur.
Eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
„Sancho er einn af bestu ungu leikmönnum í heiminum í augnablikinu, sérstaklega þegar þú horfir á tölfræði hans með Borussia Dortmund," sagði Jamie Carragher, sérfræðingur Sky í dag.

Sancho verður tvítugur í næsta mánuði en líklegt er að Borussia Dortmund selji hann á meira en 100 milljónir punda í sumar.

Sancho hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool, Manchester United og Chelsea.

„Hann er enskur leikmaður sem ég held að vilji ólmur koma aftur til Englands svo ég held að hann sé heitasti leikmaðurinn sem félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá í sínar raðir," sagði Carragher.

„Mun hann slá í gegn? Ég held það. Það er engin spurning. Horfið á hversu vel hann hefur spilað í topp deild með toppfélagi undir pressu. Hann er að spila í hverri viku, tölfræðin er stórkostleg og aldurinn er fullkominn."
Athugasemdir
banner
banner