Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 13. apríl 2025 22:07
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Breiðabliks töpuðu 4-2 fyrir Fram í kvöld eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Fótbota.net og var spurður hvað hefði farið úrskeiðis?

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Breiðablik

„Bara hrun. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Undir lok hálfleiksins voru þeir mjög aggressífir, það var stórfurðuleg lína í leiknum og þeir komust upp með mörg ljót og leiðinleg brot. En við getum ekki stýrt því. Við fengum hálfleikinn 2-0 yfir til að búa okkur undir það sem væri í vændum en svöruðum þeim aldrei almennilega. Þeir voru búnir að fá að berja á okkur allan seinni hálfleikinn án þess að við svöruðum því," segir Halldór.

Kom upp kæruleysi í Breiðabliksliðinu tveimur mörkum yfir?

„Ég veit það ekki, það á ekki að vera. Mér fannst aðallega hugarfarið lélegt þegar þeir fóru að berja á okkur. Því miður. Þessi leikur var stórfurðulega dæmdur og ég skildi ekkert hvað var að gerast en það hafði ekki áhrif á úrslitin. Við vorum sjálfum okkur verstir."

Er það skellur fyrir Breiðablik að tapa þessum leik?

„Nei nei, það er leiðinlegt að tapa. Þú getur tapað á ýmsan hátt og það er ömurlegt að tapa svona. Þetta hrærir andlega, þeir hlupu yfir okkur og börðu á okkur og það er óþolandi. Þetta er svekkjandi en enginn skellur, lífið heldur bara áfram. V"


Athugasemdir
banner
banner
banner