Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   sun 13. apríl 2025 22:07
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Breiðabliks töpuðu 4-2 fyrir Fram í kvöld eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Fótbota.net og var spurður hvað hefði farið úrskeiðis?

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Breiðablik

„Bara hrun. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Undir lok hálfleiksins voru þeir mjög aggressífir, það var stórfurðuleg lína í leiknum og þeir komust upp með mörg ljót og leiðinleg brot. En við getum ekki stýrt því. Við fengum hálfleikinn 2-0 yfir til að búa okkur undir það sem væri í vændum en svöruðum þeim aldrei almennilega. Þeir voru búnir að fá að berja á okkur allan seinni hálfleikinn án þess að við svöruðum því," segir Halldór.

Kom upp kæruleysi í Breiðabliksliðinu tveimur mörkum yfir?

„Ég veit það ekki, það á ekki að vera. Mér fannst aðallega hugarfarið lélegt þegar þeir fóru að berja á okkur. Því miður. Þessi leikur var stórfurðulega dæmdur og ég skildi ekkert hvað var að gerast en það hafði ekki áhrif á úrslitin. Við vorum sjálfum okkur verstir."

Er það skellur fyrir Breiðablik að tapa þessum leik?

„Nei nei, það er leiðinlegt að tapa. Þú getur tapað á ýmsan hátt og það er ömurlegt að tapa svona. Þetta hrærir andlega, þeir hlupu yfir okkur og börðu á okkur og það er óþolandi. Þetta er svekkjandi en enginn skellur, lífið heldur bara áfram. V"


Athugasemdir
banner