Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
   sun 13. apríl 2025 22:07
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Breiðabliks töpuðu 4-2 fyrir Fram í kvöld eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks ræddi við Fótbota.net og var spurður hvað hefði farið úrskeiðis?

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Breiðablik

„Bara hrun. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Undir lok hálfleiksins voru þeir mjög aggressífir, það var stórfurðuleg lína í leiknum og þeir komust upp með mörg ljót og leiðinleg brot. En við getum ekki stýrt því. Við fengum hálfleikinn 2-0 yfir til að búa okkur undir það sem væri í vændum en svöruðum þeim aldrei almennilega. Þeir voru búnir að fá að berja á okkur allan seinni hálfleikinn án þess að við svöruðum því," segir Halldór.

Kom upp kæruleysi í Breiðabliksliðinu tveimur mörkum yfir?

„Ég veit það ekki, það á ekki að vera. Mér fannst aðallega hugarfarið lélegt þegar þeir fóru að berja á okkur. Því miður. Þessi leikur var stórfurðulega dæmdur og ég skildi ekkert hvað var að gerast en það hafði ekki áhrif á úrslitin. Við vorum sjálfum okkur verstir."

Er það skellur fyrir Breiðablik að tapa þessum leik?

„Nei nei, það er leiðinlegt að tapa. Þú getur tapað á ýmsan hátt og það er ömurlegt að tapa svona. Þetta hrærir andlega, þeir hlupu yfir okkur og börðu á okkur og það er óþolandi. Þetta er svekkjandi en enginn skellur, lífið heldur bara áfram. V"


Athugasemdir
banner
banner
banner