Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   sun 13. apríl 2025 19:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með leikinn. Mér fannst fyrstu tíu mínúturnar ekkert sérstakar en heilt yfir virkilega góð frammistaða frá liðinu," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur liðsins gegn FH í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 FH

„Við vissum að það væru ákveðnir veikleikar á þeim varnarlega, sérstaklega ef þeir myndu stíga upp í pressu. Þeir gerðu það aðeins í fyrri hálfleik og það voru svæði fyrir okkur að stíga inn í. Mér fannst við leysa það gríðarlega vel en kannski smá ósáttur að við hefðum ekki náð inn tveimur mörkum í fyrri hálfleik, það hefði sett okkur í töluvert þægilegri stöðu," sagði Davíð.

Daði Berg Jónsson kom frá Víkingum á láni til Vestra en hann var hetja liðsins í dag og skoraði eina mark leiksins.

„Einstakur leikmaður og með framtíðina fyrir framan sig. Hann þarf að taka hæg en góð skref. Mér finnst hann hafa sýnt það hver hann er sem persóna að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna. Það var jákvætt skref fyrir hann og hans feril," sagði Davíð.

„Hann sýnir í dag að hann er tilbúinn fyrir okkur. Það má ekki bara tala um það hvað hann gerir fram á við því hann sinnir sínum varnarskyldum gríðarlega vel, hann spilar í báðar áttir og það er gott sérstaklega á þessum aldri."
Athugasemdir
banner