PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mán 21. janúar 2019 16:11
Fótbolti.net
Jan Siewert tekinn við Huddersfield (Staðfest)
Hinn 36 ára Jan Siewert hefur verið staðfestur sem nýr stjóri Huddersfield Town. Siewert var þjálfari varaliðs Borussia Dortmund.

Siewert gerði samning við Huddersfield til sumarsins 2021 en liðið er í erfiðri stöðu í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Dean Hoyle, stjórnarformaður Huddersfield, segist hæstánægður með að fá Siewert.

„Ég er gríðarlega spenntur. Við nutum mikillar velgengni undir fyrrum stjóra, David Wagner. Nýr stjóri er líkur honum að ýmsu leyti, ungur og metnaðarfullur Þjóðverji. Jan er þó annar einstaklingur."

Hoyle segir að félagið hafi kynnst Siewert þegar hann var aðstoðarþjálfari hjá Bochum og fyrst talað við hann fyrir tveimur árum.

„Hann hefur gott orðspor og skýra hugmyndafræði. Þá hefur honum vegnað vel með því að vinna með unga leikmenn," segir Hoyle.

„Við ætlum að berjast eins og við getum til að halda okkur í úrvalsdeildinni. Við höfum ekki gefist upp. Við erum einnig með framtíðarstefnu, sama hver niðurstaðan verður í vor. Jan er tilbúinn að takast á við þær áskoranir sem eru framundan, sama hverjar þær verða. Ég er viss um að stuðningsmenn taki honum opnum örmum."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner