Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 14. janúar 2019 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
David Wagner hættur með Huddersfield (Staðfest)
Wagner samþykkti að binda enda á samning sinn á fundi með stjórn Huddersfield.
Wagner samþykkti að binda enda á samning sinn á fundi með stjórn Huddersfield.
Mynd: Getty Images
David Wagner er hættur störfum hjá Huddersfield Town sem situr í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Wagner tók við Huddersfield í nóvember 2015 og tókst að afreka hið ótrúlega þegar hann kom félaginu upp úr Championship deildinni í lok maí 2017.

Búist var við að félagið myndi falla beinustu leið niður en aftur afrekaði Wagner hið ótrúlega og bjargaði liðinu frá falli.

Nú virðist staðan þó vera önnur hjá félaginu, en liðið er aðeins búið að vinna tvo leiki á tímabilinu og situr sem fastast á botninum með 11 stig eftir 22 umferðir.

Hver sem tekur við Huddersfield á sér ansi erfitt verkefni fyrir höndum, enda er liðið átta stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Mark Hudson verður bráðabirgðastjóri félagsins og stýrir liðinu gegn Englandsmeisturum Manchester City næstu helgi.

Veðbankar telja Sam Allardyce líklegastan til að taka við.
Athugasemdir
banner
banner
banner