Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 31. mars 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siewert: Við sem félag verðum að læra af mistökum
Mynd: Getty Images
Huddersfield féll úr ensku Úrvalsdeildinni í gær eftir 2-0 tap gegn Crystal Palace. Liðið féll einungis einum degi seinna en Derby gerði þegar liðið féll árið 2008. Það Derby lið er líklega lélegasta lið í sögu Úrvalsdeildarinnar.

Jan Siewert, stjóri Hudderfield, var vonsvikinn í leikslok en vill að félagið læri af mistökum sem hafi verið gerð á leiktíðinni.

„Það er erfitt að greina tilfinningar þessa stundina, vonbrigði þó að sjálfsögðu," sagði Siewert.

„Þetta er saga leiktíðarinnar að vítaspyrna ráði svo gott sem úrslitum. Ég hef ekki talið þær en ég held að við höfum fengið átta til tíu vítaspyrnur á okkur á leiktíðinni"

„Þegar stuðningsmenn andstæðingsins klappa fyrir þér í hálfleik veistu a þú ert að gera eitthvað rétt. Því miður er það ekki nóg til að sigra leiki í Úrvalsdeildinni."

„Í lífinu eru mistök og velgengni og þau eiga heima saman, sem félag verðum við að læra af mistökunum. Frammistaðan sannaði það á einhvern hátt, við verðum að fara ofan í öll smáatriði og koma sterkir til baka."

„Ég vil ekki tala um þessi mistök opinberlega en það er mikilvægt að læra sem félag og félagið er klárt í það verkefni."
Athugasemdir
banner
banner