Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 12:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og Óskar hafi búið hann til á einhverri vísindastofu"
Gabríel Hrannar Eyjólfsson.
Gabríel Hrannar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabríel Hrannar Eyjólfsson er einn af þeim leikmönnum sem hefur komið hvað mest á óvart í sumar en hann hefur leikið frábærlega í vinstri bakverðinum hjá KR hingað til í sumar.

Gabríel er að leika sitt annað tímabil í efstu deild en hann spilaði með Gróttu fyrir nokkrum árum í deild þeirra bestu. Gabríel er uppalinn í KR en hafði leikið með Gróttu, KV og Vestra áður en hann gekk aftur í raðir Vesturbæjarstórveldisins í vetur.

Gabríel hefur hingað til í sumar spilað alla leiki KR í Bestu deildinni og skorað eitt mark. Og það sem meira er, þá hefur hann spilað frábærlega.

„Hann (Óskar Hrafn) er að taka leikmenn úr Lengjudeildinni og láta þá spila eins og... tökum Gabríel sem dæmi, hann er besti vinstri bakvörðurinn í deildinni hingað til og er að koma úr Gróttu," sagði Baldvin Már Borgarsson í Innkastinu þegar rætt var um KR.

„Það er eins og Óskar hafi búið hann til á einhverri vísindastofu, hann passar svo vel inn í það sem hann er að gera," sagði Elvar Geir Magnússon.

KR er enn taplaust eftir sex leiki og er að blanda sér í toppbaráttuna.

„Ef þeir ætla sér einhverja alvöru hluti, þá verða þeir að sjálfsögðu að laga varnarhlutann. Þú getur ekki fengið svona mörg mörk á þig," sagði Almarr Ormarsson í þættinum sem hægt er að hlusta á hér fyrir neðan.

Er einnig að þjálfa hjá KR
Gabríel er sjálfur efnilegur þjálfari sem hefur verið að þjálfa í yngri flokkum Gróttu. Núna er hann byrjaður að vinna fyrir KR eftir að hann kom aftur til félagsins.

„Það er mikið af spennandi leikmönnum í yngri flokkum KR, gott þjálfarateymi og vel haldið utan um hlutina. Ég er spenntur að leggja mitt af mörkum og hjálpa félaginu að komast á þann stað sem við viljum vera á," sagði Gabríel í viðtali fyrir tímabilið.
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Athugasemdir
banner