
HK fór áfram í Mjólkurbikarnum í kvöld með 2-0 sigri á Grindavík/Njarðvík Í Kórnum í kvöld . Karlotta Björk Andradóttir, leikmaður HK, var að vonum stolt af liði sínu.
„Bara gleði sko ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur, góður seinni hálfleikur og við rifum okkur í gang." Sagði Karlotta.
HK tók forystuna á 50. mínútu einmitt með marki frá Karlottu sem þykir ekki leiðinlegt að skora.
„Bara glöð sko... Alltaf gaman að fá eitt mark."
Lestu um leikinn: HK 2 - 0 Grindavík/Njarðvík
Næsti leikur HK í Lengjudeildinni verður gegn KR nk. laugardag kl. 14:00 á KR-vellinum
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir