UEFA hefur tilkynnt að rúmenski dómarinn Istvan Kovacs hafi verið valinn til að dæma úrslitaleik Inter og Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni en leikurinn verður 31. maí á Allian Arena í München.
Kovacs er 40 ára gamall og dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hann dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fyrra, þegar Atalanta vann 3-0 sigur gegn Bayer Leverkusen.
Kovacs er 40 ára gamall og dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hann dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fyrra, þegar Atalanta vann 3-0 sigur gegn Bayer Leverkusen.
Eins og fjallað hefur verið um þá mun Felix Zwayer frá Þýskalandi dæma úrslitaleik Tottenham og Manchester United í Evrópudeildinni þann 21. maí.
Bosníumaðurinn Irfan Peljto mun þá dæma úrslitaleik Chelsea og Real Betis í Sambandsdeildinni þann 28. maí og Ivana Martincic frá Króatíu verður með flautuna í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna, viðureign Arsenal og Barcelona 24. maí.
Athugasemdir