Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Verð að vera duglegri að setja hann
Pálmi Rafn: Einhverju leiti þá þurfum við að gera betur
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
   fim 13. júní 2024 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skoraði sitt 100. mark fyrir KA - „Verið erfiðir tveir mánuðir"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Hallgrímur Mar Steingrímsson innsiglaði 3-0 sigur KA gegn Fram í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Við vorum mjög góðir í dag fyrir utan í byrjun seinni hálfleiks, í stöðunni 1-0 þá láu þeir smá á okkur en virkilega góð frammistaða í heildina og virkilega ljúft að vera komnir í undanúrslit," sagði Hallgrímur Mar.

Gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum í deildinni. Var þetta besta frammistaða liðsins í sumar?

„Í sumar já, við höfum verið að spila þokkalega en að leka inn of mikið af mörkum. Frammistaðan fram á við hefur verið mjög góð þó að úrslitin hafi ekki verið eins og við viljum," sagði Hallgrímur.

Mark Hallgríms var hans hundraðasta í búningi KA. Hann missti af byrjun tímabilsins vegna veikinda en er að komast í sitt gamla form.

„Það var mjög ljúft. Markmiðið mitt var að gera þetta í fyrra en ég er mjög sáttur að vera búinn að þessu núna. Þetta eru búnir að vera erfiðir tveir mánuðir að koma mér í stand, ég er að nálgast það og vonandi verða mörkin bara fleiri," sagði Hallgrímur.


Athugasemdir
banner
banner
banner