Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fim 13. júní 2024 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skoraði sitt 100. mark fyrir KA - „Verið erfiðir tveir mánuðir"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Hallgrímur Mar Steingrímsson innsiglaði 3-0 sigur KA gegn Fram í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Við vorum mjög góðir í dag fyrir utan í byrjun seinni hálfleiks, í stöðunni 1-0 þá láu þeir smá á okkur en virkilega góð frammistaða í heildina og virkilega ljúft að vera komnir í undanúrslit," sagði Hallgrímur Mar.

Gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum í deildinni. Var þetta besta frammistaða liðsins í sumar?

„Í sumar já, við höfum verið að spila þokkalega en að leka inn of mikið af mörkum. Frammistaðan fram á við hefur verið mjög góð þó að úrslitin hafi ekki verið eins og við viljum," sagði Hallgrímur.

Mark Hallgríms var hans hundraðasta í búningi KA. Hann missti af byrjun tímabilsins vegna veikinda en er að komast í sitt gamla form.

„Það var mjög ljúft. Markmiðið mitt var að gera þetta í fyrra en ég er mjög sáttur að vera búinn að þessu núna. Þetta eru búnir að vera erfiðir tveir mánuðir að koma mér í stand, ég er að nálgast það og vonandi verða mörkin bara fleiri," sagði Hallgrímur.


Athugasemdir
banner