29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fim 13. júní 2024 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skoraði sitt 100. mark fyrir KA - „Verið erfiðir tveir mánuðir"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Hallgrímur Mar Steingrímsson innsiglaði 3-0 sigur KA gegn Fram í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Við vorum mjög góðir í dag fyrir utan í byrjun seinni hálfleiks, í stöðunni 1-0 þá láu þeir smá á okkur en virkilega góð frammistaða í heildina og virkilega ljúft að vera komnir í undanúrslit," sagði Hallgrímur Mar.

Gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum í deildinni. Var þetta besta frammistaða liðsins í sumar?

„Í sumar já, við höfum verið að spila þokkalega en að leka inn of mikið af mörkum. Frammistaðan fram á við hefur verið mjög góð þó að úrslitin hafi ekki verið eins og við viljum," sagði Hallgrímur.

Mark Hallgríms var hans hundraðasta í búningi KA. Hann missti af byrjun tímabilsins vegna veikinda en er að komast í sitt gamla form.

„Það var mjög ljúft. Markmiðið mitt var að gera þetta í fyrra en ég er mjög sáttur að vera búinn að þessu núna. Þetta eru búnir að vera erfiðir tveir mánuðir að koma mér í stand, ég er að nálgast það og vonandi verða mörkin bara fleiri," sagði Hallgrímur.


Athugasemdir
banner
banner