Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Glatað tækifæri fyrir Man Utd
Anthony Martial fagnar. Hann átti mjög góðan leik en það dugði ekki til sigurs.
Anthony Martial fagnar. Hann átti mjög góðan leik en það dugði ekki til sigurs.
Mynd: Getty Images
Michael Obafemi jafnaði í uppbótartíma.
Michael Obafemi jafnaði í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 2 - 2 Southampton
0-1 Stuart Armstrong ('12 )
1-1 Marcus Rashford ('20 )
2-1 Anthony Martial ('23 )
2-2 Michael Obafemi ('90)

Manchester United mistókst að komast upp í Meistaradeildarsæti þar sem liðið gerði jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni þetta mánudagskvöldið.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir United þegar Stuart Armstrong kom Southampton yfir á 12. mínútu. Paul Pogba missti boltann á hættulegum stað og gestirnir refsuðu. Ekki sú byrjun sem lærisveinar Ole Gunnar Solskjær voru að vonast eftir en þeir voru fljótir að svara.

Þeir Anthony Martial og Marcus Rashford sáu um að breyta stöðunni. Martial lagði upp mark fyrir Rashford á 20. mínútu og stuttu síðar skoraði Martial sjálfur. Þeir eru báðir núna komnir með 21 mark á þessu tímabili og eru líklega báðir að eiga sitt besta tímabil fyrir félagið.

Martial er búinn að skora 50 deildarmörk fyrir United og er hann tíundi leikmaðurinn sem gerir það.

Undir lok fyrri hálfleiksins var Oriol Romeu, miðjumaður Southampton, stálheppinn að fá ekki rauða spjaldið fyrir ljótt brot á Mason Greenwood.

Staðan var 2-1 í hálfleik og það var lengi vel útlit fyrir það að leikurinn myndi enda þannig. Hins vegar, í uppbótartímanum þá jafnaði varamaðurinn Michael Obafemi fyrir Southampton eftir hornspyrnu. Man Utd endaði leikinn með tíu inn á vellinum þar sem Brandon Williams fór meiddur út af og allar skiptingar búnar.

Afar svekkjandi fyrir Man Utd sem er áfram í fimmta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Leicester í fjórða sæti. Chelsea er með stigi meira í þriðja sæti. Southampton er áfram í 12. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner