Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Romeu stálheppinn að sleppa við rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Oriol Romeu, miðjumaður Southampton, þykir mjög heppinn að fá tækifæri til að taka þátt í seinni hálfleiknum gegn Manchester United á Old Trafford.

Staðan í hálfleik er 2-1 fyrir Manchester United.

Undir lok fyrri hálfleiks átti spænski miðjumaðurinn hræðilega tæklingu þegar hann fór allt of seint í hinn unga Mason Greenwood með takkana á lofti.

„Hann er mjög heppinn þarna," sagði Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, á Sky Sports.

Gary Lineker spyr sig að því á Twitter hvers vegna Romeu hafi ekki fengið rautt spjald eftir VAR-skoðun.

Hér að neðan má sjá atvikið.

Romeu challenge on Greenwood (No foul or card) from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner