Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 13. júlí 2020 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martial tíundi Man Utd maðurinn í 50 mörk
Mynd: Getty Images
Manchester United er að spila við Southampton í ensku úrvalsdeildinni og er staðan 2-1 fyrir United.

Heimamenn lentu 1-0 undir, en þeir Anthony Martial og Marcus Rashford sáu um að breyta stöðunni.

Martial lagði upp fyrra markið fyrir Rashford og stuttu síðar skoraði Martial sjálfur. Þeir eru báðir núna komnir með 21 mark á þessu tímabili og eru líklega báðir að eiga sitt besta tímabil fyrir félagið.

Martial er núna búinn að skora 50 mörk fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og er hann tíundi leikmaðurinnn sem gerir það fyrir félagið. Hann er annar Frakkinn á eftir Eric Cantona.

Martial er 24 ára og kom til Manchester United frá Mónakó árið 2015 í stjóratíð Louis van Gaal.


Athugasemdir
banner
banner
banner