Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
banner
   sun 13. ágúst 2023 21:34
Sölvi Haraldsson
Raggi Sig: Ég hafði nú fulla trú á því að við myndum vinna þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjum betur. Við fáum tvö góð færi áður en þeir skora tvö mörk í andlitið á okkur. Það hefur tekið strákana andlega niður. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur eftir það en við stigum upp í seinni. Við skorum 2-1 markið og tökum yfir leikinn. Síðan fá þeir mjög ódýrt mark. Það var erfitt að vinna sig upp úr því.“ sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir 3-2 tap gegn KR í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 3 -  2 Fram

Var það ekki sérstaklega svekkjandi að fá þetta þriðja mark á sig eftir að þið voruð búnir að vera betri í seinni hálfleiknum og staðan bara 2-1 lengi vel?

Jú klárlega, en maður hefur séð það áður í liðum sem maður hefur spilað með þegar liðið manns fer hátt upp völlinn til þess að jafna leikinn, þá getur vörnin opnast aðeins. En markið var ódýrt og það kom eiginlega upp úr engu.“

Sástu einhverja bætingu á liðinu frá jafteflinu gegn Fylki á dögunum?

Já klárlega. Maður sá bætingu í fyrri leiknum og öðruvísi bætingu í þessum. Við þurfum að fara að setja saman heilan leik í 90 mínútur og hætta að fá á okkur svona mörg mörk.“

Var eitthvað sem þér fannst fara sérstaklega úrskeðis í dag eða fannst þér leikurinn tapast á einhverjum ákveðnum stað í dag?

Þetta eru tvö mörk eftir fyrirgjafir þar sem við erum ekki nógu sterkir í boxinu. Seinna markið var þegar boltinn droppar niður og þeir eru fyrstir í frákastið. Síðan var svaka andleysi eftir það. Sem betur fer var bara 2-0 í hálfeik og við gátum farið yfir málin í hálfeik og gert breytingar. Maður sá klárlega breytingu. Það var aðalega andleysið í fyrri hálfleik.“

Glugginn er ennþá opinn, eru einhverjir á leiðinni út eða inn á næstu misserum?

Það er bara fyrir okkur. Þið sjáið bara ef það gerist eitthvað.

Annar leikur þinn sem stjóri Fram, finnst þér framtíðin þín vera farin að skýrast eitthvað hjá Fram eftir leikinn í kvöld?

Við erum ekkert að tala um það. Við erum bara að einbeita okkur að næsta leik að hverju sinni. Gamla góða klisjan þar. Ef Framarar ákveða að fara í einhverjar breytingar að þá er það bara þannig. Öll spilin eru bara uppi á borðinu og við tölum bara saman um það.“

Næsti leikur er KA á heimavelli, hvernig leggst það verkefni í þig?

Bara vel eins og allir leikir. Ég hafði nú fulla trú á því að við myndum vinna þennan leik. Maður hefur líka alltaf sérstaklega mikla trú að maður getur unnið á heimavelli þannig við mætum bara brjálaðir í þann leik.“ sagði Ragnar Sigurðsson að lokum eftir 3-2 tap á Meistaravöllum í dag gegn KR.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner