Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. september 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Harvey Elliott: Slys og átti ekki að vera rautt
Harvey Elliott.
Harvey Elliott.
Mynd: Getty Images
Hinn ungi Harvey Elliott segist vera algjörlega miður sín eftir það sem gerðist í gær gegn Leeds. Hann sé hinsvegar í skýjunum með þá væntumþykju og stuðning sem hann hefur fengið.

„Þakkir til allra sem hafa haft samband eða sent kveðjur til mín og fjölskyldunnar. Það hefur mikið að segja. Einnig þakkir til allra á Elland Road sem gáfu mér stuðning um leið og þetta gerðist," segir Elliott.

Hann meiddist illa á ökkla eftir tæklingu frá Pascal Struijk sem fékk að líta rauða spjaldið. Í ummælakerfinu segir Elliott að þetta hafi verið algjört óhapp og að leikmaður Leeds hefði ekki átt að fá að líta rauða spjaldið.

„Þetta var ekki honum að kenna. Þetta hefði ekki átt að vera rautt spjald en svona gerist í fótbolta. Ég mun 100% koma sterkari til baka," segir Elliott sem lætur engan bilbug á sér finna.

„Ég hef gríðarlega öflugt stuðningsnet hjá Liverpool og saman munum við komast í gegnum þetta."


Athugasemdir
banner
banner