Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 13. september 2024 21:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Sheffield United lagði Hull af velli
Gustavo Hamer
Gustavo Hamer
Mynd: Getty Images

Hull City 0 - 2 Sheffield Utd
0-1 Gustavo Hamer ('15 )
0-2 Sam McCallum ('66 )


Sheffield United lagði Hull í fyrsta leik fimmtu umferðar í Championship deildinni í kvöld.

Hull var meira með boltann en Sheffield komst yfir eftir stundafjórðung. Gustavo Hamer skoraði þegar liðið komst í skyndisókn eftir hornspyrnu frá Hull.

Staðan var óbreytt þar til um klukkutími var liðinn af leiknum. Þá gerði Chris Wilder þrefalda skiptingu og setti Rhian Brewster, Andre Brooks og Sam McCallum inn á.

Þeir unnu allir saman að því að skoroa annað mark liðsins örfáum mínútum eftir að hafa komið inn á. Brewster hóf sóknina, boltinn barst til Brooks sem sendi á McCallum sem skoraði og tryggði Sheffield stigin þrjú.

Sheffield er með níu stig í þriðja sæti. Liðið er búið að safna ellefu stigum en tvö stig voru dregin af liðinu fyrir mót. Hull er aðeins með þrjú stig.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 23 15 5 3 32 13 +19 48
2 Burnley 23 13 8 2 30 9 +21 47
3 Leeds 22 13 6 3 41 15 +26 45
4 Sunderland 23 12 8 3 36 20 +16 44
5 Blackburn 22 11 5 6 27 20 +7 38
6 Watford 22 11 4 7 32 29 +3 37
7 Middlesbrough 23 10 6 7 41 31 +10 36
8 West Brom 23 8 11 4 27 18 +9 35
9 Sheff Wed 23 9 6 8 31 33 -2 33
10 Swansea 23 8 6 9 27 24 +3 30
11 Bristol City 23 7 9 7 27 28 -1 30
12 Norwich 23 7 8 8 39 35 +4 29
13 Millwall 22 7 7 8 22 20 +2 28
14 Derby County 23 7 6 10 29 29 0 27
15 Coventry 23 7 6 10 32 34 -2 27
16 Preston NE 23 5 11 7 23 29 -6 26
17 QPR 23 5 10 8 23 31 -8 25
18 Luton 23 7 4 12 25 39 -14 25
19 Stoke City 22 5 7 10 23 30 -7 22
20 Oxford United 22 5 6 11 24 39 -15 21
21 Portsmouth 21 4 8 9 26 37 -11 20
22 Hull City 23 4 7 12 21 32 -11 19
23 Cardiff City 22 4 6 12 21 37 -16 18
24 Plymouth 22 4 6 12 22 49 -27 18
Athugasemdir
banner
banner
banner