Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Jamie Vardy: Aldur er bara tala
Mynd: Cremonese
Mynd: EPA
Framherjinn öflugi Jamie Vardy skipti yfir í ítalska boltann á frjálsri sölu í sumar, eftir þrettán mögnuð ár með Leicester City.

Vardy, sem hóf ferilinn í ensku utandeildunum, höndlaði stökkið til Leicester ótrúlega vel. Hann fékk traust frá þjálfaranum og það tók hann eitt ár að finna taktinn í Championship deildinni.

Vardy hjálpaði Leicester upp í ensku úrvalsdeildina og aftur tók það hann eitt ár að finna taktinn, en eftir það var erfitt að stöðva hann. Vardy var í algjöru lykilhlutverki þegar Leicester vann úrvalsdeildina öllum að óvörum á sínu öðru tímabili eftir að hafa komist upp um deild.

Hann er 38 ára í dag en hefur verið iðinn við markaskorun á síðustu árum. Hann skoraði 10 mörk í 36 leikjum á síðustu leiktíð eftir að hafa skorað 20 mörk í 37 leikjum tímabilið þar á undan.

Búist er við að Vardy fari beint inn í byrjunarliðið hjá Cremonese þar sem ítalska deildin er hægari og taktískari en sú enska. Það gæti hentað framherjanum þaulreynda vel. Cremonese heimsækir Verona á mánudagskvöldið og gæti Vardy spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið þá.

Vardy er þó ekki elsti leikmaður ítölsku deildarinnar eftir að Luka Modric og Edin Dzeko voru fengnir þangað í sumar.

„Fyrir mér þá er aldur bara tala. Svo lengi sem fótleggirnir halda áfram að gera það sem þeir eiga að gera þá mun ég halda áfram. Eins og staðan er núna þá sé ég engin merki um að það sé að hægjast á mér. Ég mun gefa mig allan fyrir þetta fótboltafélag," segir Vardy.

„Ég mun þurfa að læra ítölsku en það hefur ekki verið vandamál á fyrstu dögunum. Fótbolti hefur sitt eigið tungumál."

Cremonese eru nýliðar í Serie A og hafa farið mjög vel af stað á tímabilinu. Lærisveinar Davide Nicola sigruðu AC Milan óvænt á útivelli í fyrstu umferð og lögðu svo Sassuolo að velli í nýliðaslagnum.

„Meginmarkmiðið er að halda okkur í deildinni, ekki ósvipað því þegar ég vann titilinn með Leicester. Við munum vera einbeittir að því að spila einn leik í einu og leggja allt í sölurnar."

Vardy er goðsögn hjá Leicester, með 200 mörk í 500 leikjum fyrir félagið.

   10.09.2025 18:06
Vardy hafnaði mörgum félögum - „Horfði mikið á Del Piero“

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 2 2 0 0 3 0 +3 6
2 Napoli 2 2 0 0 3 0 +3 6
3 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
4 Roma 2 2 0 0 2 0 +2 6
5 Udinese 2 1 1 0 3 2 +1 4
6 Inter 2 1 0 1 6 2 +4 3
7 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
8 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
9 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
10 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
11 Atalanta 2 0 2 0 2 2 0 2
12 Fiorentina 2 0 2 0 1 1 0 2
13 Cagliari 2 0 1 1 1 2 -1 1
14 Pisa 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Parma 2 0 1 1 1 3 -2 1
17 Lecce 2 0 1 1 0 2 -2 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Torino 2 0 1 1 0 5 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir
banner