Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Gæti þurft að vinna titil á fyrsta tímabili
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ange Postecoglou svaraði spurningum á fréttamannafundi nokkrum dögum eftir að hafa verið ráðinn sem nýr þjálfari Nottingham Forest.

Postecoglou tekur við Forest eftir að hafa verið rekinn úr starfi sínu hjá Tottenham nokkrum dögum eftir sigur í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í byrjun sumars.

Brottrekstur Postecoglou var afar umdeildur, ekki ósvipaður brottrekstri Espírito Santo sem náði mögnuðum árangri með Forest á síðustu leiktíð.

Tottenham gekk ekki jafn vel á síðustu leiktíð, þrátt fyrir Evrópudeildartitilinn. Liðið tapaði 22 deildarleikjum og endaði með 38 stig úr 38 leikjum, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið.

„Ég hef ekkert til að sanna fyrir neinum. Ég vil að liðin sem ég þjálfa spili skemmtilegan sóknarbolta og skori mikið af mörkum. Ég vil skemmta áhorfendum og ég mun ekki biðjast afsökunar fyrir það. Þannig er ég bara," sagði Postecoglou. Forest heimsækir Arsenal í gríðarlega erfiðum hádegisleik á laugaraginn.

Postecoglou sagði á fréttamannafundi þegar hann tók við Tottenham fyrir tveimur árum að hann myndi vinna titil á sínu öðru tímabili hjá félaginu. Hann stóð við það þegar Tottenham sigraði Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en var samt rekinn. Þetta er í takt við fyrri störf Postecoglou, sem vann áströlsku deildina við stjórnvölinn hjá South Melbourne og Brisbane Roar, í bæði skiptin á sínu öðru tímabili. Hann endurtók svo leikinn með Yokohama F. Marinos í Japan og vann svo titla á fyrstu tveimur tímabilunum sínum með Celtic, áður en hann tók við Tottenham.

„Ég hef líka unnið titla á fyrsta tímabili. Ég vann tvöfalt á fyrsta árinu hjá Celtic. Ég gæti þurft að vinna titil á mínu fyrsta tímabili hérna til að fá að þjálfa liðið áfram á næstu leiktíð.

„Ég vil vinna titla og hef gert það allan ferilinn. Ég vil halda áfram að vinna titla hérna."


Postecoglou viðurkennir að hann vonast til að geta snúið aftur til Tottenham einn daginn.

„Ég á enn eftir að hitta stuðningsmann Tottenham sem vill ekki faðma mig og bjóða mér heim til sín í mat. Ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt. Ég elska að skapa hluti sem endast og ég vona að ég sé velkominn aftur til allra þeirra félaga sem ég hef þjálfað útaf því að ég skildi eitthvað eftir mig."

   11.09.2025 15:15
Postecoglou segist hafa vitað af brottrekstrinum fyrir úrslitaleikinn

Athugasemdir