Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 13. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Howard: Keane er besti leikmaður sem ég hef spilað með
Tim Howard og Roy Keane á æfingu Manchester United
Tim Howard og Roy Keane á æfingu Manchester United
Mynd: Getty Images
Tim Howard lagði hanskana á hilluna á dögunum eftir afar farsælan feril en hann lék með Everton og Manchester United á Englandi.

Howard er 40 ára gamall en hann spilaði með Manchester United frá 2003 til 2007. Hann fór á láni til Everton tímabilið 2006 til 2007 og var síðar keyptur.

Hann fór yfir bestu leikmenn sem hann hefur spilað með en Roy Keane er þar efstur á blaði. Keane spilaði meðð United í tólf ár og vann ensku úrvalsdeildina sjö sinnum.

„Ég spilaði með mörgum frábærum leikmönnum og leiðtogum á ferlinum en það var enginn betri en Roy Keane á tíma mínum hjá Manchester United," sagði Howard.

„Hann var harðasti andskoti sem ég hef hitt og alger snillingur og kenndi mér mikið um hörku og að gefast aldrei upp á sjálfum mér. Ég lærði svo mikið af honum og notaði öll ráð út ferilinn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner