Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 13. október 2019 11:31
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Andorra - Byrjar Birkir Már?
Icelandair
Freyr Alexandersson spjallar við Kolbein Sigþórsson.
Freyr Alexandersson spjallar við Kolbein Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Andorra eigast við í undankeppni EM annað kvöld. Leikurinn verður klukkan 18:45 á Laugardalsvelli.

Á fréttamannafundi í morgun ýjaði Erik Hamren að því að Ísland myndi spila 4-4-2.

Við spáum því að Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson byrji saman fremstir og Jón Daði Böðvarsson verði aftur notaður á kantinum.

Spurning er hvaða kost Hamren mun horfa til í hægri bakverði að þessu sinni. Við verðum í sóknarhlutverki á morgun og við spáum því að Birkir Már Sævarsson verði í byrjunarliðinu.

Rúnar Már Sigurjónsson og Jóhann Berg Guðmundsson fóru meiddir af velli gegn Frökkum og verða frá næstu vikurnar.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner