Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 13. nóvember 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodri telur sig ekki hafa sýnt Vinícius vanvirðingu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Rodrigo fékk afhentan Gullboltann um síðustu mánaðamót fyrir að vera kjörinn sem besti fótboltamaður í heimi.

Þessi niðurstaða fór ekki vel í Real Madrid fjölskylduna sem hafði vonast til að stjörnuleikmaður sinn, Vinícius Júnior, bæri sigur úr býtum.

Madrídingar mættu því ekki á verðlaunaafhendinguna þrátt fyrir að eiga Vinícius í öðru sæti, Jude Bellingham í þriðja sæti og hafa verið valdir sem besta fótboltalið ársins.

Eftir verðlaunaafhendinguna birtist myndband af fögnuði Rodri með liðsfélögum sínum úr Manchester City og fór innihald myndbandsins fyrir brjóstið á einhverjum. Rodri og félagar voru að syngja 'Bella ciao' lagið fræga en á ákveðnum tímapunkti ákvað Rodri að nýta tækifærið til að stríða sínum helsta keppinauti um Gullboltann.

„Ay, Vinícius. Ay, Vinícius," kallaði Rodri í miðjum fögnuðinum með félögunum. Hann var meðal annars spurður út í þetta myndband í ítarlegu viðtali í gær.

„Ég var í einkasamkvæmi að fagna með vinum mínum. Það er ekkert óeðlilegt við þetta, ég myndi aldrei sýna neinni manneskju vanvirðingu. Ég ber virðingu fyrir Vinícius, Real Madrid og öðrum sem voru að keppast um Gullboltann," sagði Rodri.


Athugasemdir
banner
banner